Nánar um aukaársfund

Aukaársfundur Stapa lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 22. júní 2017 kl. 13 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Dagskrá fundarins:

  1. Setning aukaársfundar
  2. Breytingar á samþykktum sjóðsins
  3. Önnur mál

Breyta þarf samþykktum svo launamenn geti frá 1. júlí nk. ráðstafað iðgjaldi umfram 12% í svokallaða tilgreinda séreign líkt og kveðið er á um í kjarasamningi ASÍ og SA frá 21. janúar 2016.

Samkvæmt grein 10.1 í samþykktum sjóðsins skal senda aðildarfélögum tillögurnar minnst tveimur vikum fyrir ársfund. Tillögurnar hafa verið sendar aðildarfélögum og þær má jafnframt finna hér.

Sé þess óskað, er hægt að fá gögnin send í pósti og skal beiðni um það send á netfangið stapi@stapi.is