Lífeyrissjóðir í samstarf vegna ÍL-sjóðs

Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Á upplýsingafundi sem haldinn var föstudaginn 11. desember kom fram að mikill einhugur er um samstarf vegna greiningar á stöðunni, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir sjóðfélaga. Telja forsvarsmenn sjóðanna rétt að vinna saman í greiningu á stöðu sjóðanna vegna þessa. Hver og einn sjóður mun að endingu taka sjálfstæða ákvörðun um málið.

Á fundinum kom fram að gengið hefur verið frá ráðningu lögfræðistofunnar Logos sem ráðgjafa lífeyrissjóðanna. Unnið er að því að greina lögfræðileg álitamál, hagsmuni sjóðanna – og þar með almennings í landinu – og frekari framgang málsins. Þá hafa fjárhagslegir ráðgjafar jafnframt verið ráðnir.