Lífeyristilkynningar á island.is og sjóðfélagavef

Lífeyristilkynningar birtast nú eingöngu hjá island.is og á sjóðfélagavef Stapa.

Þegar einstaklingur skráir sig inn á „Mínar síður“ hjá Island.is og opnar pósthólfið sitt er kannað hvort hann eigi skjöl hjá þeim skjalaveitum sem eru í samstarfi við Ísland.is og útbúinn listi. Ef einstaklingurinn velur að opna skjal er það sótt í skjalaveituna. Engin skjöl eru vistuð í pósthólfi, heldur eru þau sótt til viðkomandi stofnunar/fyrirtækis þegar innskráður einstaklingur óskar eftir þeim. Skjöl í pósthólfi Ísland.is eru birt á PDF-formi.

Sjóðfélagar geta áfram haft samband við lífeyrissjóðinn og óskað eftir útprentuðum tilkynningum til heimsendingar.