Lán eingöngu með föstum vöxtum

Þann 14. október sl. kvað Hæstiréttur upp dóm nr. 55/2024 í máli lántaka gegn Íslandsbanka. Málið varðaði skilmála um breytilega vexti á fasteignaláni og af dómnum má ráða að töluverð óvissa er nú uppi varðandi slíka skilmála í lánaskjölum.

Umræddur dómur Hæstaréttar fjallaði um óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum en Stapi hefur hins vegar einungis veitt verðtryggð lán, bæði með föstum og breytilegum vöxtum. Fleiri svipuð mál bíða hins vegar málsmeðferðar og dóms Hæstaréttar, þar á meðal eitt sem snýst um verðtryggt lán, sem virðist svipa til þeirra lána sem Stapi hefur veitt.

Vegna þeirrar óvissu sem er uppi varðandi skilmála um breytilega vexti í kjölfar dóms Hæstaréttar hefur Stapi ákveðið að hætta lánveitingum með breytilegum vöxtum, í það minnsta tímabundið þar til óvissunni hefur verið eytt.

Áfram standa til boða lán með föstum vöxtum út lánstíma, nú 4,1%.