Hámarkslánshlutfall sjóðfélagalána lækkar

Stjórn Stapa ákvað á fundi sínum í gær að breyta hámarkslánshlutfalli sjóðfélagalána í 70%. Breytingin tekur gildi frá og með deginum í dag en erindi sem sjóðnum hafði borist áður en breytingin tók gildi verða afgreidd samkvæmt ákvæðum lánareglna sem voru í gildi á þeim tíma. Unnið er að uppfærslu á lánareiknivél sjóðsins.

Nánari upplýsingar um lánareglur sjóðfélagalána Stapa er að finna hér