Fulltrúaráðsfundur 8. desember

Stjórn Stapa hefur boðað til rafræns fundar fulltrúaráðs, fimmtudaginn 8. desember kl. 16:30. 

Samkvæmt grein 3.7 í samþykktum skal stjórn sjóðsins kalla saman fulltrúaráðið tvisvar á ári, að hausti og í aðdraganda ársfundar þar sem málefni sjóðsins eru rædd. Um hlutverk og starfsemi fulltrúaráðs að öðru leyti vísast í kjarasamninga.

Fulltrúaráðið er skipað þeim sem tilnefndir voru á ársfund sjóðsins þann 1. júní 2022 sem fulltrúar þeirra aðildarfélaga, sem að sjóðnum standa.

Aðilar í fulltrúaráði frá ársfundinum eða varamenn þeirra hafa atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundum.

Drög að dagskrá fundarins eru eftirfarandi:

  1. Lykilatriði úr rekstri sjóðsins 2022
  2. Fjárfestingarstefna 2023
  3. Aldurstengdar lífslíkur og samþykktir Stapa
  4. Önnur mál

Boðaðir fulltrúar fá sendan hlekk á fundinn þegar nær dregur fundi.