Fulltrúaráðsfundur 4. maí

Stjórn Stapa hefur boðað til rafræns fundar fulltrúaráðs, miðvikudaginn 4. maí kl. 16:00. Hlekkur á fund og upplýsingar um atkvæðagreiðslu verða sendar fulltrúum í tölvupósti þegar nær dregur fundi.

Samkvæmt grein 3.7 í samþykktum skal stjórn sjóðsins kalla saman fulltrúaráðið tvisvar á ári, að hausti og í aðdraganda ársfundar þar sem málefni sjóðsins eru rædd. Á fundinum verður m.a. farið yfir lykiltölur, breytingar á samþykktum undirbúnar fyrir ársfund og tilnefningar í stjórn sjóðsins staðfestar. Um hlutverk og starfsemi fulltrúaráðs að öðru leyti vísast í kjarasamninga.

Fulltrúaráðið er skipað þeim sem tilnefndir voru á ársfund sjóðsins þann 5. maí 2021 sem fulltrúar þeirra aðildarfélaga, sem að sjóðnum standa.

Aðilar í fulltrúaráði frá ársfundinum eða varamenn þeirra hafa atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundum.

Drög að dagskrá fundarins eru eftirfarandi:

  1. Setning fulltrúaráðsfundar
  2. Lykiltölur úr afkomu
  3. Starfskjarastefna
  4. Tillögur að samþykktarbreytingum
  5. Staðfesting tilnefninga í stjórn
  6. Önnur mál