Frestur framlengdur vegna ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán

Þeir sjóðfélagar sem hafa nýtt sér ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán þurfa að ákveða hvort þeir vilji halda því áfram eða ekki. Frestur ríkisskattstjóra til að taka afstöðu hefur verið framlengdur til 31. júlí nk.

Ef ekki er sótt um framlengingu lýkur þessari ráðstöfun séreignarsparnaðar en hægt er að hefja ráðstöfun að nýju með nýrri umsókn til júní 2019.

Þeir sem hafa nýtt sér úrræðið eru hvattir til að fara inn á www.leidretting.is og taka afstöðu til áframhaldandi ráðstöfunar.

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 442-1900 og í gegnum netfangið adstod@leidretting.is.