Framlenging ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán

Þeir sjóðfélagar sem hafa nýtt sér ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán þurfa nú að ákveða hvort þeir vilji halda því áfram eða ekki. Heimiluð hefur verið áframhaldandi ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán til og með 30. júní 2021, sbr. lög nr. 60/2019 sem breyttu lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. 

Umsækjandi með virka ráðstöfun getur nú skráð sig inn á www.leidretting.is og óskað eftir að gildistími umsóknar sé framlengdur. Athugið að sækja þarf um fyrir hvern og einn einstakling, hvort sem hann er einhleypur, í hjúskap eða uppfyllir skilyrði samsköttunar.

Sækja þarf um framlengingu í síðasta lagi 30. september 2019.
Eftir það tímamark virkjast ráðstöfun aðeins aftur frá þeim mánuði þegar þær berast.

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 442-1900 og í gegnum netfangið adstod@leidretting.is.