Framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar

Í janúar 2016 var undirritaður samningur milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins þar sem m.a. var samið um þrepaskipta hækkun mótframlags launagreiðenda í lífeyrissjóð. 

Framlag atvinnurekenda hækkar þann 1. júlí nk. um 1,5% og verður þá 11,5%.

Þetta er lokahækkun á mótframlaginu samkvæmt samningnum. Hækkunin reiknast fyrst á laun vegna júlímánaðar.

Stapi beinir þeim tilmælum til launagreiðenda að gera viðeigandi ráðstafanir við skil á iðgjöldum.