Flutningum lokið í Neskaupstað

Skrifstofa Stapa í Neskaupstað er flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði Múlans, samvinnuhúss að Bakkavegi 5. 

Vegna samkomutakmarkana er skrifstofan áfram lokuð fyrir heimsóknir, líkt og skrifstofan á Akureyri, en starfsmenn taka á móti sjóðfélögum í fyrirfram bókaða tíma. Við bíðum því með að fagna opnun nýrrar skrifstofu þar til aðstæður verða aðrar í þjóðfélaginu. 

Hjá Stapa í Neskaupstað eru tveir starfsmenn í fullu starfi, Lilja Salný Gunnlaugsdóttir og Svala Skúladóttir. Þær stöllur hvetja áfram til þess að þeir sem eiga erindi við sjóðinn nýti rafrænar þjónustuleiðir og símtöl.