Flutningar í Neskaupstað

Skrifstofa Stapa í Neskaupstað mun á næstu dögum flytja í Múlann að Bakkavegi 5. Gert er ráð fyrir að loka þurfi skrifstofunni í 1-2 daga í lok vikunnar meðan á flutningum stendur. Nánari upplýsingar um lokunina munu birtast á heimasíðu sjóðsins.

Múlinn er samvinnuhús en að baki því stendur Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu sem áður hýsti verslunina Nesbakka. Í Múlanum verða ýmis fyrirtæki og stofnanir með aðsetur en rýmin í húsinu eru allt frá litlum skrifstofum til stærri rýma með rannsóknaaðstöðu. Þar er einnig fundarherbergi, fundarsalur og sameiginlegt rými með eldhúsaðstöðu.

Þá er einnig ánægjulegt að segja frá því að síðastliðið sumar bættist við eitt stöðugildi á skrifstofu sjóðsins í Neskaupstað þegar Svala Skúladóttir hóf störf. Hjá Stapa í Neskaupstað starfa nú tveir starfsmenn í fullu starfi.