Eingreiðsla eftirlauna

Öllu jafna eru eftirlaun greidd mánaðarlega ævilangt. Á því er þó undantekning ef um lága fjárhæð er að ræða.

  • Ef mánaðarleg eftirlaun eru lægri en 6.420 (júlí 2023) er reglan sú að þau eru greidd út í einu lagi með svokallaðri eingreiðslu.
  • Horft er til hvers sjóðs fyrir sig. Ef sjóðfélagi á lága fjárhæð í mörgum sjóðum gæti komið til eingreiðslu frá fleiri en einum sjóði.
  • Sjóðfélagi getur óskað eftir að fá mánaðarlegar greiðslur í stað eingreiðslu en þá þarf að hafa samband við sjóðinn á sama tima og umsókn er send inn.

Hægt er að fá upplýsingar um réttindi í samtryggingarsjóðum í lífeyrisgátt á sjóðfélagavef.