Breytingar á skattþrepum

Þann 1. janúar var gerð breyting á tekjuskatti þegar skattþrepum var fjölgað úr tveimur í þrjú. 

Eftirfarandi skattþrep og prósentur gilda fyrir árið 2020:

  • Skattþrep 1: 35,04% af tekjum 0 - 336.916 
  • Skattþrep 2: 37,19% af tekjum 336.917 - 945.873
  • Skattþrep 3: 46,24% af tekjum yfir 945.873 

Persónuafsláttur verður 655.538 á ári eða 54.628 á mánuði. 

Nánar á rsk.is