Breytingar á samþykktum staðfestar

Á ársfundi sjóðsins þann 3. maí sl. voru lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins, sumar hverjar lítilsháttar orðalagsbreytingar meðan aðrar voru umfangsmeiri og tilkomnar vegna spár um áframhaldandi aukningu á lífslíkum.

Eins og fram kom í greinargerð sem lögð var fram fyrir ársfundinn verða áhrif vegna breytinganna minnstar hjá sem eiga stutt í eftirlaunaaldur en mestar hjá þeim sem eru yngstir, enda áætlað að þeir nái hærri aldri en fyrri árgangar og réttindasjóður þeirra dreifist þannig á fleiri mánuði. Breytingarnar hafa ekki áhrif hjá þeim sem hafa þegar hafið töku eftirlauna.

Fjármálaráðuneytið hefur staðfest breytingarnar og taka þær gildi þann 1. október nk.