Breytingar á húsnæði Stapa

Frá árinu 2002 hefur skrifstofa Stapa á Akureyri verið staðsett á 3. hæð að Strandgötu 3. Mjög hefur þrengt að starfseminni þar á síðustu árum og keypti sjóðurinn því einnig 2. hæð hússins. Framkvæmdir eru hafnar við breytingar á húsnæðinu en eins og búast má við fylgir þeim töluvert rask.

Sjóðfélagar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda.