Breytingar á hálfum lífeyri TR

Samþykktar hafa verið breytingar á almannatryggingalögum sem varða töku hálfs lífeyris frá Tryggingastofnun (TR). Breytingarnar tóku gildi 1. september 2020.

Áfram verður heimilt að taka 50% lífeyri hjá TR á móti 50% lífeyri frá lífeyrissjóðum frá 65 ára aldri. Helsta breytingin felur það í sér að 50% lífeyrir frá TR verður tekjutengdur með ákveðnu frítekjumarki og er gert að skilyrði að umsækjandi sé enn á vinnumarkaði en þó ekki í meira en hálfu starfi.

Skilyrðið um að samanlagðar greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR séu að lágmarki jafnar fullum lífeyri frá TR fellur brott. Nánari upplýsingar er að finna á www.tr.is.