Breyting á skattþrepum og skattleysismörkum 2017

Ríkisskattstjóri hefur tilkynnt um breytingu á staðgreiðslu, persónuafslætti og skattþrepum fyrir árið 2017.

Skattþrepum fækkar úr þrem í tvö samkvæmt því sem hér segir:

  • Skattþrep 1: af tekjum 0 til 834.707 kr. verður 36,94%
  • Skattþrep 2: af tekjum umfram 834.707 kr. verður 46,24%

Persónuafsláttur hækkar í 52.907 kr. á mánuði.

Stapi vill benda á að það er á ábyrgð greiðsluþega að tilkynna sjóðinum um val á skattþrepi og nýtingu á persónuafslætti.

Nánari upplýsingar má finna á vef Ríkisskattstjóra.