Ársfundur Stapa verður rafrænn

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs sem fram fer miðvikudaginn 5. maí nk. kl. 14:00 verður að fullu rafrænn.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Setning ársfundar
  2. Skýrsla stjórnar, kynning og afgreiðsla ársreiknings og tryggingafræðilegs mats
  3. Fjárfestingarstefna sjóðsins
  4. Hluthafastefna sjóðsins
  5. Skipan stjórnar
  6. Starfskjarastefna
  7. Val á fulltrúum í nefnd um laun stjórnar
  8. Laun stjórnar
  9. Kosning löggilts endurskoðanda
  10. Breytingar á samþykktum
  11. Önnur mál

Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum. Nánari upplýsingar varðandi fyrirkomulag fundarins munu birtast á heimasíðu sjóðsins viku fyrir ársfund.

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs leggur til að breytingar verði gerðar á samþykktum sjóðsins á ársfundinum.

Samkvæmt grein 10.1 í samþykktum sjóðsins skal senda aðildarfélögum tillögurnar minnst tveimur vikum fyrir ársfund. Tillögurnar og greinargerð hafa verið sendar aðildarfélögum.

Önnur gögn má finna hér:
Ársreikningur Stapa 2020
Ársskýrsla Stapa 2020
Starfskjarastefna