Ársfundur Stapa

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs verður haldinn þriðjudaginn 13. maí nk. í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 14:00.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Setning ársfundar
  2. Skýrsla stjórnar, kynning og afgreiðsla ársreiknings og tryggingafræðilegt mat
  3. Fjárfestingarstefna sjóðsins
  4. Hluthafastefna sjóðsins
  5. Stjórnarkjöri lýst
  6. Kosning löggilts endurskoðanda
  7. Kosning utanaðkomandi aðila í endurskoðunarnefnd
  8. Starfskjarastefna
  9. Ákvörðun um laun stjórnar
  10. Val á fulltrúum í nefnd um laun stjórnar
  11. Önnur mál

Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og vonast stjórn sjóðsins eftir að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Gögn fundarins:
Ársreikningur Stapa 2024
Ársskýrsla Stapa 2024
Tillögur fyrir ársfund
Starfskjarastefna