Hér eftir verður meginreglan rafræn birting yfirlita á sjóðfélagavef í stað útsendingar í bréfapósti. Þessi breyting er gerð í kjölfar lagabreytingar þar sem lífeyrissjóðum er heimilað að birta yfirlitin með rafrænum hætti.
Á sjóðfélagavef er alltaf hægt að fylgjast með greiddum iðgjöldum, áunnum réttindum og skoða áður útsend sjóðfélagayfirlit.
Stapi minnir á mikilvægi þess að bera saman launaseðla og iðgjaldagreiðslur sem koma fram á sjóðfélagayfirliti. Mikilvægt er að hafa samband við sjóðinn ef iðgjöld vantar frá launagreiðanda. Réttindasjóður byggir á þeim greiðslum sem skila sér til sjóðsins.
Það er auðvelt að fylgjast með áunnum réttindum með rafrænum hætti og hvetjum við sjóðfélaga til að hjálpa okkur að gera hlutina hagkvæmari og vistvænni.
Sjóðfélagar sem skrá netfang sitt á sjóðfélagavef fá eftir það sendar í tölvupósti þær upplýsingar sem sjóðurinn telur nauðsynlegt að koma á framfæri við sjóðfélaga. Þetta geta verið tilkynningar um sjóðfélagayfirlit, fréttabréf o.fl. Stapi nýtir uppgefið netfang ekki í öðrum tilgangi en að framan greinir og deilir upplýsingum um netfangið ekki með þriðja aðila.