Sérstök útborgun séreignar

  • Hvar finn ég upplýsingar um inneign mína í séreign?

    Á sjóðfélagavef er hægt að sjá inneign í séreign hjá Stapa. Athugaðu að velja flipann Séreign. Á sjóðfélagavef Stapa sérðu hins vegar ekki inneign þína hjá öðrum vörsluaðilum.

  • Get ég líka tekið út inneign mína í tilgreindri séreign?

    Nei, úttektin á eingöngu við um séreign.

  • Hversu háa fjárhæð má taka út?

    Inneignin sem hægt er að taka út miðast við stöðuna 1. apríl 2021, að hámarki 12.000.000 kr.

  • Hvað get ég dreift útborgunum á langt tímabil?

    Hægt er að dreifa greiðslum á allt að 15 mánuði.

  • Á hvaða tímabili er hægt sækja um útborgun?

    Opið er fyrir umsóknir til og með 31. desember 2021.

  • Hvernig sæki ég um úttekt samkvæmt þessu úrræði?

    Á umsóknarvef sjóðsins er sérstök umsókn vegna þessarar úttektar. 

  • Þarf að greiða staðgreiðslu (tekjuskatt) af úttektinni?

    Já, staðgreiðsla er dregin frá útborgun. Hægt er að nýta eigin persónuafslátt til frádráttar sem og persónuafslátt maka.

  • Hefur úttektin áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun?

    Í lögum sem sett voru vegna úttektarinnar kemur fram að úttektin hefur ekki áhrif á bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Þá hefur útgreiðslan ekki áhrif á greiðslu húsnæðisbóta samkvæmt lögum um húsnæðisbætur, greiðslu barnabóta eða vaxtabóta skv. 68. gr. laga um tekjuskatt, atvinnuleysisbóta skv. 36. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

  • Hefur úttekt séreignar áhrif á afborganir lána eða skerðingar námslána hjá LÍN?

    Samkvæmt heimasíðu LÍN virðist útborgun lífeyrisgreiðslna koma til skerðingar á láni hjá sjóðnum og til hækkunar á greiðslubyrði. Rétt er að hafa samband við LÍN og fá upplýsingar um áhrifin þar.

  • Hvenær fæ ég fyrstu greiðslu?

    Sjóðurinn greiðir út síðasta dag hvers mánaðar, ef þú skilar umsókn fyrir 15. dag mánaðar þá færðu greitt út í lok mánaðar. Annars mun greiðslan e.t.v. dragast til loka næsta mánaðar á eftir.

  • Er góð hugmynd að nýta úrræðið ef ég hyggst kaupa mína fyrstu fasteign á næstunni?

    Þá er e.t.v. betra að nýta sér heimild vegna til úttektar á séreignarsparnaði við kaup á fyrstu íbúð því þar er ekki greiddur tekjuskattur við útgreiðslu. Umsókn vegna þessa er rafræn á þjónustuvef Skattsins.

  • Get ég hætt við úttekt eftir að hafa skilað inn umsókn?

    Já, það er hægt að hætta við úttekt  en upplýsingar um það þurfa að  berast fyrir 15. þess mánaðar sem um ræðir. Sendu okkur tölvupóst á lifeyrir@stapi.is ef þú vilt hætta við.

Sjá fleiri spurningar Sjá færri spurningar