Umsókn um greiðsluhlé sjóðfélagalána

Stapi kemur til móts við sjóðfélaga sem hafa tekið lán hjá sjóðnum og sjá fram á erfiðleika við að standa í skilum vegna útbreiðslu COVID-19. Nú er hægt að sækja um greiðsluhlé vegna sjóðfélagalána í samræmi við aðgerðir stjórnvalda.

Þeir sem geta greitt afborganir af lánum sínum eru hvattir til að gera það enda er ekki um niðurfellingu gjalddaga að ræða heldur er þeim eingöngu frestað. Þetta úrræði er hugsað sem neyðarráðstöfun fyrir þá sem ekki geta greitt af lánum sínum vegna tekjubrests af völdum faraldursins. 

  • Sjóðfélagalán þarf að vera í skilum þegar sótt er um greiðsluhlé.
  • Boðið verður upp á greiðsluhlé sjóðfélagalána til allt að 6 mánaða. 
  • Lánstíminn lengist sem nemur fjölda frestaðra afborgana. 
  • Meðan á greiðslufresti stendur leggjast vextir ofan á höfuðstól. Afborganir munu því hækka þegar greiðslufresti lýkur.
  • Frestaðar greiðslur bera sömu vexti og upphaflegt lán.

Þeir sem telja sig þurfa að fresta afborgunum sjóðfélagalána þurfa að skila inn umsókn til sjóðsins með tölvupósti á lan@stapi.is eða á skrifstofu sjóðsins á opnunartímum.

Ef umsóknin er samþykkt er útbúinn viðauki við skuldabréfið sem allir hlutaðeigendur þurfa að undirrita. Því skjali er þinglýst hjá viðkomandi sýslumannsembætti.

Stapi innheimtir útlagðan kostnað sjóðsins vegna skuldbreytingarinnar:

  • Þinglýsing kr. 2.500
  • Veðbókarvottorð kr. 1.200

Umsóknum er svarað símleiðis eða með tölvupósti þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sjóðnum og þau yfirfarin.

Bendum einnig á spurt og svarað - Úrræði vegna COVID-19.