Breytingar á lögum um lífeyrissjóði

Í júní síðastliðnum samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða sem koma til framkvæmda um næstu áramót. Helstu breytingar eru:

  • Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð hækkar úr 12% í 15,5%
  • Lífeyrissjóðum er heimilt að bjóða sjóðfélögum að ráðstafa allt að 3,5% af lágmarksiðgjaldi í tilgreinda séreign
  • Séreign af lágmarksiðgjaldi verður ekki lengur undanþegin skerðingu greiðslna frá TR eða þátttöku í dvalarkostnaði á stofnun fyrir aldraða og fleira.Sjóðfélagar sem eru þegar byrjaðir að taka út lífeyri hjá almannatryggingum verða þó undanþegnir, þ.e. útborganir þeirra úr séreignarsjóði munu almennt ekki skerða greiðslur frá almannatryggingum.
  • Heimilt verður að ráðstafa tilgreindri séreign skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign að uppfylltum tilteknum skilyrðum
  • Rétthafa séreignarsparnaðar, sem ekki hefur verið eigandi að íbúðarhúsnæði síðastliðin fimm ár áður en sótt er um ráðstöfun séreignarsparnaðar, er einnig heimilt að nýta sér úrræði laga nr. 111/2016 að uppfylltum öðrum skilyrðum þeirra

Töluverð umræða hefur skapast tengdar lagabreytingunni um skerðingar á lífeyri almannatrygginga vegna séreignar. Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að séreign sem hefur myndast af viðbótariðgjaldi (2-4% framlag launþega + 2% mótframlagi launagreiðanda), hefur almennt ekki áhrif á greiðslur almannatrygginga. Greiðslur úr annarri séreign, t.d. tilgreindri séreign, mun hins vegar skerða ellilífeyri almannatrygginga frá og með 1. janúar 2023.

Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á upplýsingasíðu vegna breytinganna.