Fékkst þú sjóðfélagayfirlit?

Allir greiðandi sjóðfélagar Stapa ættu nýlega að hafa fengið sjóðfélagayfirlit sent í tölvupósti eða bréfapósti vegna iðgjalda frá apríl til og með september 2018.

Þeir sem fengu ekki yfirlit en telja að vinnuveitandi hafi átt að skila til iðgjöldum til Stapa er bent á að hafa samband við sjóðinn.

Hvað eiga sjóðfélagar að skoða á yfirlitinu?

  • Hvort greiðslur hafa skilað sér með því að bera iðgjaldagreiðslur saman við launaseðla. Ef iðgjöld vantar á yfirlitið er áríðandi að tilkynna það til sjóðsins innan 60 daga  frá dagsetningu þess.
  • Yfirfara hvort mótframlag launagreiðanda er í samræmi við kjarasamning. Hlutfallstala iðgjalds og mótframlags birtist fyrir aftan nafn launagreiðanda á yfirlitunum. Ef sjóðfélagi er ekki viss um hvert mótframlagið á að vera er rétt að hafa samband við stéttarfélag.

Lífeyrisréttindi grundvallast af þeim iðgjöldum sem skila sér til sjóðsins. Komi ekki fram athugasemd frá launþega er lífeyrissjóðurinn einungis ábyrgur fyrir þeim réttindum sem greidd iðgjöld skapa.

Á sjóðfélagavef er alltaf hægt að skoða útsend yfirlit og fylgjast með réttindum. Við hvetjum sjóðfélaga til að hjálpa okkur að gera hlutina vistvænni með því að afþakka pappír og fá í staðinn tölvupóst þegar við sendum út yfirlit.

Nánari útskýringar á yfirlitum er að finna í spurt og svarað.