Viltu afþakka pappír?

Það er auðvelt að fylgjast með réttindum sínum með rafrænum hætti og hvetjum við sjóðfélaga til að hjálpa okkur að gera hlutina hagkvæmari og vistvænni.

Það að afþakka pappír er í senn fljótlegt og einfalt. Sjóðfélagi skráir sig inn á vef sjóðfélaga, sem er að finna á heimasíðu Stapa, með veflykli eða rafrænum skilríkjum.

Undir Stillingar / Notendaupplýsingar er hægt að haka í „Afþakka pappír“.

Einnig er mögulegt að senda beiðni á stapi@stapi.is eða hafa samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 460-4500 til að fá aðstoð.

Þeir sem afþakka heimsendan pappír þurfa að gefa upp netfang sitt og fá eftir það sendar í tölvupósti þær upplýsingar sem sjóðurinn telur nauðsynlegt að koma á framfæri við sjóðfélaga. Þetta geta verið tilkynningar um sjóðfélagayfirlit, fréttabréf o.fl. Stapi nýtir uppgefið netfang ekki í öðrum tilgangi en að framan greinir og deilir upplýsingum um netfangið ekki með þriðja aðila.