Greiðsluhlé sjóðfélagalána

  • Hvað er tímabundið greiðsluhlé?

    Greiðsluhlé er hlé á bæði afborgunum vaxta og höfuðstól og er ekkert greitt af láninu þann tíma sem greiðsluhlé varir.

    Stapi býður upp á greiðsluhlé sjóðfélagalána til allt að 6 mánaða fyrir lántaka vegna áhrifa Covid-19 á greiðslugetu. Lánstíminn lengist sem nemur fjölda frestaðra afborgana. Vextir á tímabilinu bætast við höfuðstól.

  • Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá greiðsluhlé?

    Lánið þarf að að vera í skilum.

  • Hvaða áhrif hefur greiðsluhlé á lánið og greiðslubyrði?

    Lánið lengist um þann fjölda mánaða sem greiðsluhlé varir og vextir á tímabilinu bætast við höfuðstól . Afborganir munu því hækka þegar greiðslufresti lýkur þar sem höfuðstóll lánsins hefur hækkað sem nemur uppsöfnuðum vöxtum á tímabilinu.

  • Hvernig sæki ég um greiðsluhlé?

    Skila þarf inn undirritaðri umsókn til Stapa á netfangið lan@stapi.is

    Á heimsíðu sjóðsins má nálgast upplýsingar um greiðsluhlé vegna sjóðfélagalána.

  • Hver er kostnaður vegna greiðsluhlés?

    Kostnaður er kr. 2.500 kr. vegna þinglýsingar og 1.200 kr. vegna veðbókarvottorðs. 

Sjá fleiri spurningar Sjá færri spurningar