Sérstök útgreiðsla

Alþingi framlengdi þann 11. maí sl. tímabundna heimild til útgreiðslu á viðbótarlífeyrissparnaði. 

  • Umsóknarfrestur er frá apríl 2020 til og með 31. desember 2021.
  • Hægt er að taka út allt að 12.000.000 kr. (óháð því hvort heildarfjárhæðin er í vörslu hjá fleiri en einum vörsluaðila).
  • Miðað er við stöðu séreignar 1. apríl 2021.
  • Fjárhæðin er greidd út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á allt að15 mánuðum frá því að beiðni um útgreiðslu var lögð fram hjá vörsluaðila. 
  • Staðgreiðsla er dregin frá útborgun.
  • Umsóknarfrestur er til 15. hvers mánaðar vegna útgreiðslu í lok viðkomandi mánaðar.

Upplýsingar um inneign í séreign hjá Stapa er að finna á vef sjóðfélaga.

Bendum jafnframt á spurt og svarað vegna útgreiðslunnar.